Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:15 Jakob Ingebrigtsen hefur rakað inn verðlaunum á hlaupabrautinni og einnig utan hennar. Getty/Tyler Miller Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi, efast um að frjálsar íþróttir séu neitt „hreinni“ í dag en áður. Lyfjamisnotkun sé mögulega bara betur falin. Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira
Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira