Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 20:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur þegar ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Vísir/Anton Brink Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira