Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. mars 2025 11:01 Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun