Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 09:27 Kolbeinn Tumi og Berghildur Erla eru meðal þeirra sem eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda.
Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira