Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 12:05 Halldór Benjamín er forstjóri Heima. Vísir/Vilhelm Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima.
Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira