Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2025 07:30 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM. Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01