Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 21:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir tollastríð hafið og óljóst hver áhrifin verði á Ísland. Vísir/Vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi. Tollahækkanir Bandaríkjaforseta á vörur frá löndum Evrópusambandsins taka gildi 2. apríl næstkomandi. Innflutningstollar á vörur frá Kanada og Mexíkó hækkuðu upp í 25 prósent í gær og upp í tuttugu prósent á vörur frá Kína. Markaðir um allan heim titruðu og hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu snarlega. Áhrifanna gætti einnig hér á landi þar sem gengi bréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallar lækkuðu í gær og úrvalsvísitalan um tæp fjögur prósent. Bandaríkjaforseti boðar að tollar á vörur frá ESB verði hækkaðir í 25 prósent. Ekki liggur fyrir hvort tollar á EES-ríkin eins og Ísland hækki líka. Vildi ekki láta saka sig um aprílgabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í þinginu í nótt að fjölmörg ríki hefðu lagt mun hærri tolla á Bandaríkin en Bandaríkin á þau. Kerfið væri ekki sanngjarnt gagnvart landinu og því myndi hann ráðast í hækkanirnar þann 2. apríl. „Ég vildi að það yrði 1. apríl en vildi ekki láta saka mig um aprílgabb. Það munar bara einum degi en þetta kostaði okkur mikinn pening. En við gerum þetta í apríl, ég er mjög hjátrúarfullur. Þann 2. apríl öðlast gagnkvæmir tollar gildi,“ sagði Trump meðal annars í ræðu sinni. Sama hve háa tolla önnur lönd myndu leggja á Bandaríkin þá sagði Trump að Bandaríkin myndu svara í sömu mynt með jafnháum tollum. Markaðir sjái fram á meiri óvissu Sindri Sindrason fréttaþulur ræddi við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um tollahækkanir Bandaríkjanna og áhrif þeirra á Ísland. Óvissu vegna aðgerðanna megi sjá á mörkuðum um allan heim. Erum við að horfa fram á tollastríð? „Já, ég held það megi segja að það sé komið í gang. Eftir þessar aðgerðir Bandaríkjanna hafa Kanada, Mexíkó og Kína svarað í sömu mynt með einum hætti eða öðrum. Verið er að beina spjótum að Evrópu að því er virðist einnig,“ sagði Jón Bjarki. Hann segir að þó eitthvað verði dregið í land varðandi tolla milli Kanada og Bandaríkjanna þá hafi ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynnt að ekki verði dregið fullkomlega í land með þá tolla sem voru tilkynntir í vikunni. Kauphöllin var rauð í gærkvöldi. Hvernig er útlitið svona næstu misserin? „Markaðirnir eru, að því er virðist, sammála mér og flestum hagfræðingum um að þetta séu ekki góðar fréttir fyrir efnahaginn. Horfur eru á að verðbólga, sérstaklega í þeim löndum sem eru þátttakendur í tollastríði, getur orðið nokkru meiri fyrir vikið,“ sagði Jón. Vextir verði þá hærri og á sama tíma geti efnahagslífið í þeim löndum fengið skell að sögn Jóns. „Markaðirnir held ég að hafi, nokkuð með réttu að minnsta kosti, verið að verðleggja meiri óvissu um það hvort verði sami vöxturinn í Bandaríkjunum og nágrannaríkjunum eins og hefur verið undanfarin misseri,“ sagði hann. Íslendingar með eitt tromp á hendi Tollahækkanir á Evrópu. Hvaða áhrif mun það hafa hér á landi? „Nú er mjög erfitt um það að segja því mér heyrist enginn hafa fengið botn í það, hvorki íslenskir ráðamenn né norskir sem hafa miklar áhyggjur af þessum málum, hvort það sé líka verið að horfa til okkar og Noregs eða hvort þessi hótun einskorðist við Evrópusambandið sjálft,“ sagði Jón. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Við höfum oft getað siglt milli skers og báru, skákað í því skjólinu hvað við erum lítil og í tilfelli Bandaríkjanna erum við með vöruskiptahalla, flytjum meira inn af vörum frá Bandaríkjunum en við flytjum út til þeirra. Trump virðist sérstaklega vera uppsigað við lönd sem eru að flytja meira út til Bandaríkjanna en inn þannig við höfum að minnsta kosti það tromp á hendinni,“ sagði hann. Mun vöruverð hækka hérlendis í kjölfar alls þessa? „Það gætu orðið óbein áhrif á endanum. Svo lengi sem við gætum að því að lenda ekki utan tollamúra annarra stærstu viðskiptablokka, Evrópa er auðvitað okkar stærsta viðskiptasvæði á heildina litið, þá verða áhrifin vonandi hófleg og kannski ekki síður óbein heldur en óbein af tollamúrum sem verða reistir gagnvart okkur,“ sagði Jón Bjarki og bætti við: „Óvissan er í þá áttina að þetta geti orðið eitthvað óheppilegt fyrir verðþrýstinginn.“ Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. 4. mars 2025 07:02 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Tollahækkanir Bandaríkjaforseta á vörur frá löndum Evrópusambandsins taka gildi 2. apríl næstkomandi. Innflutningstollar á vörur frá Kanada og Mexíkó hækkuðu upp í 25 prósent í gær og upp í tuttugu prósent á vörur frá Kína. Markaðir um allan heim titruðu og hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu snarlega. Áhrifanna gætti einnig hér á landi þar sem gengi bréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallar lækkuðu í gær og úrvalsvísitalan um tæp fjögur prósent. Bandaríkjaforseti boðar að tollar á vörur frá ESB verði hækkaðir í 25 prósent. Ekki liggur fyrir hvort tollar á EES-ríkin eins og Ísland hækki líka. Vildi ekki láta saka sig um aprílgabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í þinginu í nótt að fjölmörg ríki hefðu lagt mun hærri tolla á Bandaríkin en Bandaríkin á þau. Kerfið væri ekki sanngjarnt gagnvart landinu og því myndi hann ráðast í hækkanirnar þann 2. apríl. „Ég vildi að það yrði 1. apríl en vildi ekki láta saka mig um aprílgabb. Það munar bara einum degi en þetta kostaði okkur mikinn pening. En við gerum þetta í apríl, ég er mjög hjátrúarfullur. Þann 2. apríl öðlast gagnkvæmir tollar gildi,“ sagði Trump meðal annars í ræðu sinni. Sama hve háa tolla önnur lönd myndu leggja á Bandaríkin þá sagði Trump að Bandaríkin myndu svara í sömu mynt með jafnháum tollum. Markaðir sjái fram á meiri óvissu Sindri Sindrason fréttaþulur ræddi við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um tollahækkanir Bandaríkjanna og áhrif þeirra á Ísland. Óvissu vegna aðgerðanna megi sjá á mörkuðum um allan heim. Erum við að horfa fram á tollastríð? „Já, ég held það megi segja að það sé komið í gang. Eftir þessar aðgerðir Bandaríkjanna hafa Kanada, Mexíkó og Kína svarað í sömu mynt með einum hætti eða öðrum. Verið er að beina spjótum að Evrópu að því er virðist einnig,“ sagði Jón Bjarki. Hann segir að þó eitthvað verði dregið í land varðandi tolla milli Kanada og Bandaríkjanna þá hafi ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynnt að ekki verði dregið fullkomlega í land með þá tolla sem voru tilkynntir í vikunni. Kauphöllin var rauð í gærkvöldi. Hvernig er útlitið svona næstu misserin? „Markaðirnir eru, að því er virðist, sammála mér og flestum hagfræðingum um að þetta séu ekki góðar fréttir fyrir efnahaginn. Horfur eru á að verðbólga, sérstaklega í þeim löndum sem eru þátttakendur í tollastríði, getur orðið nokkru meiri fyrir vikið,“ sagði Jón. Vextir verði þá hærri og á sama tíma geti efnahagslífið í þeim löndum fengið skell að sögn Jóns. „Markaðirnir held ég að hafi, nokkuð með réttu að minnsta kosti, verið að verðleggja meiri óvissu um það hvort verði sami vöxturinn í Bandaríkjunum og nágrannaríkjunum eins og hefur verið undanfarin misseri,“ sagði hann. Íslendingar með eitt tromp á hendi Tollahækkanir á Evrópu. Hvaða áhrif mun það hafa hér á landi? „Nú er mjög erfitt um það að segja því mér heyrist enginn hafa fengið botn í það, hvorki íslenskir ráðamenn né norskir sem hafa miklar áhyggjur af þessum málum, hvort það sé líka verið að horfa til okkar og Noregs eða hvort þessi hótun einskorðist við Evrópusambandið sjálft,“ sagði Jón. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Við höfum oft getað siglt milli skers og báru, skákað í því skjólinu hvað við erum lítil og í tilfelli Bandaríkjanna erum við með vöruskiptahalla, flytjum meira inn af vörum frá Bandaríkjunum en við flytjum út til þeirra. Trump virðist sérstaklega vera uppsigað við lönd sem eru að flytja meira út til Bandaríkjanna en inn þannig við höfum að minnsta kosti það tromp á hendinni,“ sagði hann. Mun vöruverð hækka hérlendis í kjölfar alls þessa? „Það gætu orðið óbein áhrif á endanum. Svo lengi sem við gætum að því að lenda ekki utan tollamúra annarra stærstu viðskiptablokka, Evrópa er auðvitað okkar stærsta viðskiptasvæði á heildina litið, þá verða áhrifin vonandi hófleg og kannski ekki síður óbein heldur en óbein af tollamúrum sem verða reistir gagnvart okkur,“ sagði Jón Bjarki og bætti við: „Óvissan er í þá áttina að þetta geti orðið eitthvað óheppilegt fyrir verðþrýstinginn.“
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. 4. mars 2025 07:02 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. 4. mars 2025 07:02
Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22