Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 10:20 Vinstra megin má sjá „heilbrigða“ stafýlókokkaveiru en hægra megin hefur ytra lag hennar verið rofið af peptíðum meltikornanna. Weizmann Institute of Science Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja. Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti. Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti.
Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira