Varað við svörtum eldhúsáhöldum Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 14:45 Leynast eiturefni í eldhúsinu þínu? Vísir/Getty Endurvinnsla á raftækjum er möguleg orsök þess að eldtefjandi efni finnist í plasti sem notað er í meðhöndlun og varðveislu á matvælum. Eldamennska með plastáhöldum er hættulegur leikur þar sem að við hitun aukast líkur á að plastagnir og eiturefni sleppi og blandist við það sem snarkar á pönnunni. Hættan er enn meiri þegar eldhúsáhöldin eru úr svörtu plasti. Í nýlegri umfjöllun Wirecutter um málið er lagt til að henda svarta plastinu úr eldhúsinu. Leikföng úr svörtu plasti, plastílát undir „take away-mat“, eldhúsáhöld og ílát undir kjöt í matvörubúðum geta mögulega verið að smita út frá sér þar sem þau geta innihaldið hátt hlutfall eldtefjandi efna. Sum eldtefjandi efni hafa þegar verið bönnuð þar sem þau eru talin auka líkur á því að fólk látist af völdum krabbameins. Einnig hafa fundist tengsl á milli þeirra og áhrifa á innkirtlastarfssemi, skjaldkirtil, þroska barna og taugakerfi þeirra, á æxlunarfæri og ónæmiskerfi. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að þessi bönnuðu, eldtefjandi efni eru enn að finnast í vörum sem notuð eru til meðhöndlunar og varðveislu matvæla og vakti það rannsakendur til umhugsunar. Eldtefjandi efni í endurvinnslu Árið 2018 birti Andrew Turner, lífefnafræðingur við háskólann í Plymouth eina af fyrstu greinunum sem gáfu til kynna að vörur úr svörtu plasti væru mögulega búnar til úr endurunnum raftækjum. Vísbendingin sem vakti grunsemdir var hátt hlutfall eldtefjandi efna í svörtu plasti. Þá fundust efni sem notuð eru til að koma í veg fyrir að kvikni í sjónvörpum og tölvum. Endurvinnsla á raftækjum sem innihalda eldtefjandi efni eru mögulega að blandast plasti sem notað er í meðhöndlun á matvælum.Vísir/Getty Það virðist vera að flokkun og endurvinnsla á plasti úr slíkum tækjum hafi haft þær afleiðingar að eldtefjandi efni hafi blandast við vörur sem notaðar eru af neytendum við matargerð, í ílátum undir matvöru og svo í leikföngum barna. Ástæðan er talin vera mistök í flokkun raftækja sem hafi blandast við endurunnið plast ætlað til notkunar við geymslu og meðhöndlum matvæla, framleiðslu leikfanga og annars sem ekki á að innihalda slík eiturefni. Þegar plast er endurunnið kemur það út frekar ljótt á litinn og því er plastið litað til að vera meira aðlaðandi fyrir augað. Vandamálið hefst þegar þessar lituðu vörur koma aftur í endurvinnslu. Svarta litnum tekst að komast fram hjá ljósskynjara sem notaður er til að flokka ólíkar plasttegundir. Framleiðendur eru farnir að nota annars konar svartan lit sem hægt er að greina í endurvinnslu en því miður er það svo að svart plast sem inniheldur þessi eiturefni eru enn í umferð. Rótin er mun stærra vandamál Rannsókn á magni eldtefjandi efna birtist í vísindatímaritinu Chemosphere í október síðastliðnum þar sem kom fram að magn innihalds eldtefjandi efna í eldhúsáhöldum væri nálægt hættumörkum. Plastagnir geta losnað af eldhúsáhöldum og komist í líkamann. Vísir/Getty Síðar kom þó fram að þau sem að rannsókninni stóðu höfðu misreiknað magnið sem talið var mjög hættulegt í fyrri útgáfu rannsóknar og er hættan því minni en áður var talið. Rannsóknin vakti þó athygli á möguleikanum á að í eldhúsinu gætu leynst hættuleg efni og að öryggi við endurvinnslu geti verið ábótavant þegar kemur að hættulegum efnum. Aðstandendur rannsóknarinnar segja þó að niðurstöðunni verði ekki hnekkt og að eiturefni geti leynst í eldhúsinu og því þurfi að vera gangsæi og strangar reglur til að tryggja öryggi í endurvinnslu sem ættu koma í veg fyrir að eldtefjandi efni rati í eldhúsáhöld. Eilífðarefnin stærsta ógnin Einnig ber að vara við notkun plastáhalda í öðrum litum þar sem þau geta valdið því að plastagnir og eiturefni blandist við matinn, sérstaklega við hitun eða ef rispur eða agnir eru eru farnar að losna af áhöldunum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þessara mengunarvalda og hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma og annara heilsuvandamála. Guardian kafaði dýpra ofan í málið og skoðaði fleiri hliðar. Þar er rætt við Adam Herriot sem starfar fyrir umhverfissamtökin Wrap. Hann segir að ef henda á öllum svörtum áhöldum á einu bretti geti það haft alvarleg áhrif á umhverfið og leggur til að fólk reyni að nota plastið á skynsamlegri hátt. Þá er einnig rætt við Mark Miodownik, kennara í efnis- og samfélagsfræðum (e. professor of materials and society) við University College of London sem segir að matvælaumbúðir og framleiðsla á þeim sé stórt vandamál og að skoða þurfi rót vandans í stærra samhengi. Mark Miodownik segir að hann myndi ekki setja svartar sleifar efst á listann yfir hættuleg efni heldur hefði hann mun meiri áhyggjur af eilífðarefnum (e. forever chemicals) sem bætt er í plastílát undir matvæli, fatnað og snyrtivörur sem finna sér leið inn í líkamann. Vörur sem innihalda þessi efni fer fjölgandi og er þekking okkar en takmörkuð varðandi áhrif þeirra á mannslíkamann. Tilfelli þar sem efnin finnast í fólki fer einnig fjölgandi og það virðist ekki vera jákvætt, hvorki fyrir líkamann né umhverfið. Plastagnir hafa fundist í vatnsleiðslum víða um heim.Vísir/Getty Hann segir einnig að á sama tíma eru plastagnir í vatnslögum og þó þær hafi mögulega ekki mikil áhrif geta þær innihaldið eiturefni sem hafa slæm áhrif á líkamann. Plastagnir komast meðal annars í vatnslagnir þegar fólk þvær föt úr gerviefnum. Þannig er erfitt að takmarka dreifingu efnanna. Hann leggur til að við reynum að eiga við efnin sem við ekki sjáum, eilífðarefnin og plastagnirnar því þær leynast alls staðar. Það er næstum ómögulegt að forðast alla plastnotkun. En með því að skipta út spöðum, sleifum og öðrum áhöldum úr plasti er mögulega hægt að forðast það að eiturefni komist í matvæli. En vandamálið eru mun umfangsmeira en tættu, svörtu plastáhöldin í eldhúsinu þínu. Allur er þó varinn góður og er öruggast að nota viðaráhöld eða áhöld úr stáli í eldhúsinu. Matur Neytendur Umhverfismál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarðar Menntasjóðins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Eldamennska með plastáhöldum er hættulegur leikur þar sem að við hitun aukast líkur á að plastagnir og eiturefni sleppi og blandist við það sem snarkar á pönnunni. Hættan er enn meiri þegar eldhúsáhöldin eru úr svörtu plasti. Í nýlegri umfjöllun Wirecutter um málið er lagt til að henda svarta plastinu úr eldhúsinu. Leikföng úr svörtu plasti, plastílát undir „take away-mat“, eldhúsáhöld og ílát undir kjöt í matvörubúðum geta mögulega verið að smita út frá sér þar sem þau geta innihaldið hátt hlutfall eldtefjandi efna. Sum eldtefjandi efni hafa þegar verið bönnuð þar sem þau eru talin auka líkur á því að fólk látist af völdum krabbameins. Einnig hafa fundist tengsl á milli þeirra og áhrifa á innkirtlastarfssemi, skjaldkirtil, þroska barna og taugakerfi þeirra, á æxlunarfæri og ónæmiskerfi. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að þessi bönnuðu, eldtefjandi efni eru enn að finnast í vörum sem notuð eru til meðhöndlunar og varðveislu matvæla og vakti það rannsakendur til umhugsunar. Eldtefjandi efni í endurvinnslu Árið 2018 birti Andrew Turner, lífefnafræðingur við háskólann í Plymouth eina af fyrstu greinunum sem gáfu til kynna að vörur úr svörtu plasti væru mögulega búnar til úr endurunnum raftækjum. Vísbendingin sem vakti grunsemdir var hátt hlutfall eldtefjandi efna í svörtu plasti. Þá fundust efni sem notuð eru til að koma í veg fyrir að kvikni í sjónvörpum og tölvum. Endurvinnsla á raftækjum sem innihalda eldtefjandi efni eru mögulega að blandast plasti sem notað er í meðhöndlun á matvælum.Vísir/Getty Það virðist vera að flokkun og endurvinnsla á plasti úr slíkum tækjum hafi haft þær afleiðingar að eldtefjandi efni hafi blandast við vörur sem notaðar eru af neytendum við matargerð, í ílátum undir matvöru og svo í leikföngum barna. Ástæðan er talin vera mistök í flokkun raftækja sem hafi blandast við endurunnið plast ætlað til notkunar við geymslu og meðhöndlum matvæla, framleiðslu leikfanga og annars sem ekki á að innihalda slík eiturefni. Þegar plast er endurunnið kemur það út frekar ljótt á litinn og því er plastið litað til að vera meira aðlaðandi fyrir augað. Vandamálið hefst þegar þessar lituðu vörur koma aftur í endurvinnslu. Svarta litnum tekst að komast fram hjá ljósskynjara sem notaður er til að flokka ólíkar plasttegundir. Framleiðendur eru farnir að nota annars konar svartan lit sem hægt er að greina í endurvinnslu en því miður er það svo að svart plast sem inniheldur þessi eiturefni eru enn í umferð. Rótin er mun stærra vandamál Rannsókn á magni eldtefjandi efna birtist í vísindatímaritinu Chemosphere í október síðastliðnum þar sem kom fram að magn innihalds eldtefjandi efna í eldhúsáhöldum væri nálægt hættumörkum. Plastagnir geta losnað af eldhúsáhöldum og komist í líkamann. Vísir/Getty Síðar kom þó fram að þau sem að rannsókninni stóðu höfðu misreiknað magnið sem talið var mjög hættulegt í fyrri útgáfu rannsóknar og er hættan því minni en áður var talið. Rannsóknin vakti þó athygli á möguleikanum á að í eldhúsinu gætu leynst hættuleg efni og að öryggi við endurvinnslu geti verið ábótavant þegar kemur að hættulegum efnum. Aðstandendur rannsóknarinnar segja þó að niðurstöðunni verði ekki hnekkt og að eiturefni geti leynst í eldhúsinu og því þurfi að vera gangsæi og strangar reglur til að tryggja öryggi í endurvinnslu sem ættu koma í veg fyrir að eldtefjandi efni rati í eldhúsáhöld. Eilífðarefnin stærsta ógnin Einnig ber að vara við notkun plastáhalda í öðrum litum þar sem þau geta valdið því að plastagnir og eiturefni blandist við matinn, sérstaklega við hitun eða ef rispur eða agnir eru eru farnar að losna af áhöldunum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þessara mengunarvalda og hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma og annara heilsuvandamála. Guardian kafaði dýpra ofan í málið og skoðaði fleiri hliðar. Þar er rætt við Adam Herriot sem starfar fyrir umhverfissamtökin Wrap. Hann segir að ef henda á öllum svörtum áhöldum á einu bretti geti það haft alvarleg áhrif á umhverfið og leggur til að fólk reyni að nota plastið á skynsamlegri hátt. Þá er einnig rætt við Mark Miodownik, kennara í efnis- og samfélagsfræðum (e. professor of materials and society) við University College of London sem segir að matvælaumbúðir og framleiðsla á þeim sé stórt vandamál og að skoða þurfi rót vandans í stærra samhengi. Mark Miodownik segir að hann myndi ekki setja svartar sleifar efst á listann yfir hættuleg efni heldur hefði hann mun meiri áhyggjur af eilífðarefnum (e. forever chemicals) sem bætt er í plastílát undir matvæli, fatnað og snyrtivörur sem finna sér leið inn í líkamann. Vörur sem innihalda þessi efni fer fjölgandi og er þekking okkar en takmörkuð varðandi áhrif þeirra á mannslíkamann. Tilfelli þar sem efnin finnast í fólki fer einnig fjölgandi og það virðist ekki vera jákvætt, hvorki fyrir líkamann né umhverfið. Plastagnir hafa fundist í vatnsleiðslum víða um heim.Vísir/Getty Hann segir einnig að á sama tíma eru plastagnir í vatnslögum og þó þær hafi mögulega ekki mikil áhrif geta þær innihaldið eiturefni sem hafa slæm áhrif á líkamann. Plastagnir komast meðal annars í vatnslagnir þegar fólk þvær föt úr gerviefnum. Þannig er erfitt að takmarka dreifingu efnanna. Hann leggur til að við reynum að eiga við efnin sem við ekki sjáum, eilífðarefnin og plastagnirnar því þær leynast alls staðar. Það er næstum ómögulegt að forðast alla plastnotkun. En með því að skipta út spöðum, sleifum og öðrum áhöldum úr plasti er mögulega hægt að forðast það að eiturefni komist í matvæli. En vandamálið eru mun umfangsmeira en tættu, svörtu plastáhöldin í eldhúsinu þínu. Allur er þó varinn góður og er öruggast að nota viðaráhöld eða áhöld úr stáli í eldhúsinu.
Matur Neytendur Umhverfismál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarðar Menntasjóðins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira