Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:47 Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun