Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Jose Mourinho þykist hér sofna á blaðamannafundinum í gærkvöldi. Skjámynd/@footballontnt · Jose Mourinho horfði upp á sína menn í Fenerbahce steinliggja 3-1 á heimavelli á móti Rangers í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025 Evrópudeild UEFA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira