Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 09:32 Sandra Erlingsdóttir fékk þakkarkveðju á samfélagsmiðlum Metzingen í gær. Metzingen Sandra Erlingsdóttir gæti verið á heimleið til Íslands í sumar nú þegar ljóst er að hún yfirgefur þýska handknattleiksfélagið Metzingen eftir tímabilið. Metzingen greinir frá því á miðlum sínum að Sandra muni kveðja í sumar, eftir þrjár leiktíðir hjá félaginu síðan hún kom frá Álaborg. Á þessum tíma eignaðist hún, ásamt handboltamanninum Daníel Þór Ingasyni, sitt fyrsta barn en sneri aftur á handboltavöllinn aðeins þremur mánuðum síðar, í september í fyrra. „Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir Söndru vegna þess hvernig hún sneri aftur eftir sína meðgöngu,“ sagði Miriam Hirsch, þjálfari Metzingen. Sandra var valin handknattleikskona ársins á Íslandi 2022 og 2023 en missti svo af stórum hluta síðasta árs vegna meðgöngunnar, eftir að hafa komist að því að hún væri ólétt rétt fyrir HM í lok árs 2023. „Hún er afskaplega fjörugur leikmaður sem hefur verið að bæta frammistöðu sína að nýju síðustu vikur. Ég skil hins vegar að aðstæður hennar séu ekki auðveldar fyrir hana,“ sagði Hirsch og óskaði Söndru og Verenu Osswald, sem einnig kveður í sumar, alls hins besta í framtíðinni. Þarna færu tvær afar góðhjartaðar manneskjur sem sárt yrði saknað. „Eftir þrjú ógleymanleg ár með TUSSIES er kominn tími til þess að ég prófi nýja hluti. Þetta var frábær og einstakur tími fyrir mig, því hérna eignaðist ég mitt fyrsta barn. Ég mun aldrei gleyma tíma mínum í Metzingen,“ sagði Sandra. Óvíst er hvað tekur við hjá Söndru en samkvæmt handbolta.is gæti verið að þau Daníel snúi heim til Íslands og hafa þau verið orðuð við bæði Val og ÍBV. Þýski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Metzingen greinir frá því á miðlum sínum að Sandra muni kveðja í sumar, eftir þrjár leiktíðir hjá félaginu síðan hún kom frá Álaborg. Á þessum tíma eignaðist hún, ásamt handboltamanninum Daníel Þór Ingasyni, sitt fyrsta barn en sneri aftur á handboltavöllinn aðeins þremur mánuðum síðar, í september í fyrra. „Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir Söndru vegna þess hvernig hún sneri aftur eftir sína meðgöngu,“ sagði Miriam Hirsch, þjálfari Metzingen. Sandra var valin handknattleikskona ársins á Íslandi 2022 og 2023 en missti svo af stórum hluta síðasta árs vegna meðgöngunnar, eftir að hafa komist að því að hún væri ólétt rétt fyrir HM í lok árs 2023. „Hún er afskaplega fjörugur leikmaður sem hefur verið að bæta frammistöðu sína að nýju síðustu vikur. Ég skil hins vegar að aðstæður hennar séu ekki auðveldar fyrir hana,“ sagði Hirsch og óskaði Söndru og Verenu Osswald, sem einnig kveður í sumar, alls hins besta í framtíðinni. Þarna færu tvær afar góðhjartaðar manneskjur sem sárt yrði saknað. „Eftir þrjú ógleymanleg ár með TUSSIES er kominn tími til þess að ég prófi nýja hluti. Þetta var frábær og einstakur tími fyrir mig, því hérna eignaðist ég mitt fyrsta barn. Ég mun aldrei gleyma tíma mínum í Metzingen,“ sagði Sandra. Óvíst er hvað tekur við hjá Söndru en samkvæmt handbolta.is gæti verið að þau Daníel snúi heim til Íslands og hafa þau verið orðuð við bæði Val og ÍBV.
Þýski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira