Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:00 Slökkviliðsmenn að störfum í Karkív í Úkraínu eftir að rússnesk eldflaug lenti þar. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37