Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 12:32 Jöfnunarmark Orra Freys Þorkelssonar gegn Wisla Plock tryggði Sporting sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. getty/Andrzej Iwanczuk Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Eftir hverja umferð í riðlakeppninni birtist myndband af fimm bestu mörkunum á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar. Og á toppi listans fyrir fjórtándu og síðustu umferð riðlakeppninnar trónir Orri. Hornamaðurinn skoraði nefnilega jöfnunarmark Sporting gegn Wisla Plock rétt áður en leiktíminn rann út. Leikar fóru 29-29 en með stiginu tryggðu Portúgalarnir sér sæti í átta liða úrslitum. 🔥 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗚𝗢𝗔𝗟𝗦 – Round 14 🔥1️⃣ Orri Þorkelsson (Sporting CP)2️⃣ Matthias Musche (SC Magdeburg)3️⃣ Tim Freihöfer (Füchse Berlin)4️⃣ Benoit Kounkoud (Industria Kielce)5️⃣ Haukur Thrastarson (Dinamo București)Which one’s your favourite? 👀👇 #ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/oP3EO2HbFd— EHF Champions League (@ehfcl) March 7, 2025 Orri hefur leikið mjög vel með Sporting á tímabilinu og sló í gegn með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Hann skoraði 71 mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Orri er ekki eini Íslendingurinn á listanum yfir bestu mörkin í 14. umferð Meistaradeildarinnar því Haukur Þrastarson, leikmaður Dinamo Búkarest, er í 5. sætinu. Haukur skoraði sérstaklega snoturt mark í sigri Dinamo Búkarest á Fredericia, 32-37. Selfyssingurinn braust þá í gegnum vörn danska liðsins og sneri boltann laglega í netið. Haukur skoraði fimm mörk í leiknum gegn Fredericia og 44 mörk alls í riðlakeppninni. Hann gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum í Danmörku. Dinamo Búkarest fer í umspil í sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið mætir Magdeburg. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Eftir hverja umferð í riðlakeppninni birtist myndband af fimm bestu mörkunum á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar. Og á toppi listans fyrir fjórtándu og síðustu umferð riðlakeppninnar trónir Orri. Hornamaðurinn skoraði nefnilega jöfnunarmark Sporting gegn Wisla Plock rétt áður en leiktíminn rann út. Leikar fóru 29-29 en með stiginu tryggðu Portúgalarnir sér sæti í átta liða úrslitum. 🔥 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗚𝗢𝗔𝗟𝗦 – Round 14 🔥1️⃣ Orri Þorkelsson (Sporting CP)2️⃣ Matthias Musche (SC Magdeburg)3️⃣ Tim Freihöfer (Füchse Berlin)4️⃣ Benoit Kounkoud (Industria Kielce)5️⃣ Haukur Thrastarson (Dinamo București)Which one’s your favourite? 👀👇 #ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/oP3EO2HbFd— EHF Champions League (@ehfcl) March 7, 2025 Orri hefur leikið mjög vel með Sporting á tímabilinu og sló í gegn með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Hann skoraði 71 mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Orri er ekki eini Íslendingurinn á listanum yfir bestu mörkin í 14. umferð Meistaradeildarinnar því Haukur Þrastarson, leikmaður Dinamo Búkarest, er í 5. sætinu. Haukur skoraði sérstaklega snoturt mark í sigri Dinamo Búkarest á Fredericia, 32-37. Selfyssingurinn braust þá í gegnum vörn danska liðsins og sneri boltann laglega í netið. Haukur skoraði fimm mörk í leiknum gegn Fredericia og 44 mörk alls í riðlakeppninni. Hann gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum í Danmörku. Dinamo Búkarest fer í umspil í sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið mætir Magdeburg.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti