Lærisveinar Guðjón Vals Sigurðssonar unnu að lokum tíu marka sigur, 37-27, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 21-13.
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í liði Gummersbach með sex mörk en hann nýtti 86 prósent skota sinna í leiknum.
Miro Schluroff skoraði sex mörk eins og Elliði en hann átti einnig fjórar stoðsendingar.
Teitur Örn Einarsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla.
Þetta var þriðji deildarsigur Gummersbach í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum.
Eftir að þessi tvö stig komu í hús þá er Gummersbach í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi frá sjöunda sætinu.