„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2025 22:10 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, talar við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut. „Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
„Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira