Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 23:43 Rannsókn sem sýndi fram á tengsl milli bóluefna og einhverfu hefur verið afsönnuð. AP/Mary Altaffer Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn. Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn.
Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30