Þetta er samkvæmt heimildum Fiskifrétta, en þar kemur fram að uppsagnirnar megi rekja til samdráttar í aflaheimildum.
„Er það meðal annars vegna þorskkvóta í Barentshafi sem ekki hefur verið hægt að sækja vegna aðgerða í sambandi við innrás Rússa í Úkraínu, samdráttar í djúpkarfa og takmarkaðs afla í ufsa.“
„Úthlutun í djúpkarfa var engin í upphafi ársins og einnig hömluðu stjórnvöld Brimi að veiða stóran hluta síns þorskkvóta í Barentshafi á árinu,“ segir í ársuppgjöri Brims fyrir 2024.
Vigri er að öllum líkindum í sínum síðasta veiðitúr, en skipið varð fyrir valinu vegna aldurs og ástands. Skipið er smíðað 1992 og frystikerfi þess er sagt komið til ára sinna.
Sjómennirnir 52 fá forgang í laus pláss á öðrum skipum Brims hf.
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að ekki hafi verið leitað til félagsins vegna uppsagnanna, í samtali við Morgunblaðið.