Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2025 20:06 Svavar G. Jónsson myndavélasafnari með meiru í Hafnarfirði á ótrúlega flott safn af myndavélum, sem eru til sýnis í sérstökum skápum á veitingastaðnum hans í Hafnarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall. Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira