Innlent

Bæna­stund vegna banaslyss við Flúðir

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
image

Bænastund verður haldin klukkan 11 í dag í Hrunakirkju vegna banaslyss sem varð nærri Flúðum í gær.

Tveggja bíla árekstur varð á Hrunavegi við Flúðir í gær. Tveir menn voru í bílunum og var annar þeirra fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Í færslu frá Hrunaprestakalli á samfélagsmiðlum segir að Séra Óskar muni leiða bænastund klukkan 11 og Eyrún Jónasdóttir organisti spili á orgel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×