Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 13:50 Luigi Mangione í dómsal þann 21. febrúar vegna dómsmáls sem varðar morðið á Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare. Mangione er sakaður um að myrða forstjórann. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum. Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum.
Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31