Heiða liggur enn undir feldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira