Heiða liggur enn undir feldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira