Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 13:14 Kort sem sýnir staðsetningu áreksturs flutningaskipanna undan ströndum Hull á austurströnd Englands. Vísir/Getty Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð. Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð.
Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent