Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 13:20 Aron Már Ólafsson fór mikinn í Brennslunni og sló á létta strengi. Vísir/Vilhelm Aron Mola lá ekki á skoðunum sínum þegar honum var gert að viðra eina óvinsæla skoðun, segja frá því hvaða samsæriskenningu hann trúir á og nefna eina ofmetna hljómsveit í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann segist trúa á samsæriskenninguna um Illuminati, segist telja að börn megi borða hor og gefur lítið fyrir strákasveitina One Direction. Aron mætti til þeirra Rikka G og Egils Ploder og tók meðal annars þátt í Þríeykinu, glænýjum lið í Brennslunni þar sem gestir þurfa að svara áðurnefndum spurningum á laufléttum nótum. Rikki og Egill urðu eðli málsins samkvæmt kjaftstopp þegar Aron viðraði skoðun sína á horáti barna, í léttu góðu gamni. Snýst um að kynnast umhverfinu „Ég hugsaði að þetta myndi trylla lýðinn. Þetta fylgir einni annarri samsæriskenningu sem ég heyrði einhvern tímann, af því að ég gerði þetta þegar ég var yngri, ég borðaði horið. Svo sá ég rannsókn frá einhverjum svona brjálæðing, sem talaði um að það sem horið er, er í rauninni filter, það er skíturinn sem nefið filterar úr, hann er gripinn í nefhárunum, en það er í rauninni skíturinn sem er í umhverfinu þínu,“ segir Aron á laufléttum nótum í þættinum. „Þannig oft þegar þú ert í nýjum löndum þá er rosalega mikið af skít í nefinu því líkaminn er að filtera svo mikið af áður óséðu efni. Þannig ef þú borðar það, þá ertu að kynnast umhverfinu, sagði einhver brjálæðingur.“ Þá berst talið að samsæriskenningunni. Aron segist hafa hugsað þetta vel og lengi. Hann segist trúa á Illuminati. „Það er einhver ósýnileg hendi, einhver öfl sem við vitum ekki af, sem er ekki talað um sem eru kannski að stýra heiminum,“ segir Aron. Hann segist ekki endilega telja að þar sé frægt fólk á ferðinni, heldur frekar fólkið sem eigi mestan pening. „Þetta er samsæriskenning. Ég vil bara trúa því að það er eitthvað meira heldur en bara að einhver ríkisstjórn sé með allt lögvald, eða einhver forseti, eða einhver lögregla. Ég held það sé til eitthvað ákveðið lið þarna úti,“ segir Aron. Bresku strákarnir ofmetnir Aron er ekki lengi að hugsa sig um þegar hann er beðinn um að nefna eina ofmetna hljómsveit. Þar nefnir hann strákana í One Direction, við litla hrifningu Egils Ploder sem kveðst vera mikill aðdáandi og spyr Aron hvernig ein stærsta strákahljómsveit allra tíma sé ofmetin? „Númer eitt: Þessi hljómsveit var bara límd saman, hún er bara búin til úr einhverjum klessukúk,“ segir Aron sem er hvergi banginn þrátt fyrir mótbárur Egils og rifjar upp að strákarnir hafi verið settir saman í sveit af Simon Cowell í raunveruleikaþættinum X-Factor á sínum tíma. „Ég meina þetta voru augljóslega ekki mistök, þessi hljómsveit varð að einhverju rosalegu og gekk rosalega vel en ég meina, innihaldið!“ segir Aron sem bætir því við að hann geti ekki nefnt eitt lag með One Direction. Egill segist trúa því að lagið Perfect með strákunum geti snúið skoðunum Arons við. Brennslan FM957 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Aron mætti til þeirra Rikka G og Egils Ploder og tók meðal annars þátt í Þríeykinu, glænýjum lið í Brennslunni þar sem gestir þurfa að svara áðurnefndum spurningum á laufléttum nótum. Rikki og Egill urðu eðli málsins samkvæmt kjaftstopp þegar Aron viðraði skoðun sína á horáti barna, í léttu góðu gamni. Snýst um að kynnast umhverfinu „Ég hugsaði að þetta myndi trylla lýðinn. Þetta fylgir einni annarri samsæriskenningu sem ég heyrði einhvern tímann, af því að ég gerði þetta þegar ég var yngri, ég borðaði horið. Svo sá ég rannsókn frá einhverjum svona brjálæðing, sem talaði um að það sem horið er, er í rauninni filter, það er skíturinn sem nefið filterar úr, hann er gripinn í nefhárunum, en það er í rauninni skíturinn sem er í umhverfinu þínu,“ segir Aron á laufléttum nótum í þættinum. „Þannig oft þegar þú ert í nýjum löndum þá er rosalega mikið af skít í nefinu því líkaminn er að filtera svo mikið af áður óséðu efni. Þannig ef þú borðar það, þá ertu að kynnast umhverfinu, sagði einhver brjálæðingur.“ Þá berst talið að samsæriskenningunni. Aron segist hafa hugsað þetta vel og lengi. Hann segist trúa á Illuminati. „Það er einhver ósýnileg hendi, einhver öfl sem við vitum ekki af, sem er ekki talað um sem eru kannski að stýra heiminum,“ segir Aron. Hann segist ekki endilega telja að þar sé frægt fólk á ferðinni, heldur frekar fólkið sem eigi mestan pening. „Þetta er samsæriskenning. Ég vil bara trúa því að það er eitthvað meira heldur en bara að einhver ríkisstjórn sé með allt lögvald, eða einhver forseti, eða einhver lögregla. Ég held það sé til eitthvað ákveðið lið þarna úti,“ segir Aron. Bresku strákarnir ofmetnir Aron er ekki lengi að hugsa sig um þegar hann er beðinn um að nefna eina ofmetna hljómsveit. Þar nefnir hann strákana í One Direction, við litla hrifningu Egils Ploder sem kveðst vera mikill aðdáandi og spyr Aron hvernig ein stærsta strákahljómsveit allra tíma sé ofmetin? „Númer eitt: Þessi hljómsveit var bara límd saman, hún er bara búin til úr einhverjum klessukúk,“ segir Aron sem er hvergi banginn þrátt fyrir mótbárur Egils og rifjar upp að strákarnir hafi verið settir saman í sveit af Simon Cowell í raunveruleikaþættinum X-Factor á sínum tíma. „Ég meina þetta voru augljóslega ekki mistök, þessi hljómsveit varð að einhverju rosalegu og gekk rosalega vel en ég meina, innihaldið!“ segir Aron sem bætir því við að hann geti ekki nefnt eitt lag með One Direction. Egill segist trúa því að lagið Perfect með strákunum geti snúið skoðunum Arons við.
Brennslan FM957 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira