Körfubolti

Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry er enn á fullu með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfbolta en mun sinna ráðgjafastörfum fyrir gamla skólann á sama tíma.
Stephen Curry er enn á fullu með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfbolta en mun sinna ráðgjafastörfum fyrir gamla skólann á sama tíma. AFP/Getty/ELSA

Stephen Curry er enn á fullu með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta en það kemur ekki í veg fyrir að hann ráði sig í aðra vinnu á sama tíma.

Curry er nefnilega kominn í vinnu hjá Davidson skólanum, skólanum sem hann spilaði með áður en hann fór í NBA.

Curry fær 55,8 milljónir dollara fyirr núverandi tímabil hjá Golden State eða tæpa 7,6 milljarða í íslenskum krónum. Hann er með samning við Warriors til ársins 2027.

Curry hefur nú tekið að sér stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra körfuboltastarfs skólans. Með þessu verður Curry fyrsti spilandi leikmaður í atvinnumannadeild í Bandaríkjum sem sinnir á sama tíma starfi í háskólaboltanum. ESPN segir frá.

Curry spilaði þrjú tímabil með Davidson skólanum frá 2006 til 2009.

Hann mun sinna ráðgjafastarfi fyrir bæði karla- og kvennalið skólans og byggja þar á mikilli reynslu sinni úr háskólaboltanum og úr atvinnumennskunni.

Curry vinnur þar náðið með framkvæmdastjóranum Austin Buntz, sem var áður hjá markaðsdeild Under Armour.

Curry valdi árið 2013 að semja við Under Armour og er með eigin Curry vörulínu hjá íþróttavöruframleiðandanum. Hann er líka með lífstíðarskósamning við Under Armour.

Curry hefur alltaf haldið tengslum sínum við Davidson skólans og mætti meðal annars þegar íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson fór þar mikinn.

Stephen Curry lék á sínum tíma 104 leiki fyrir Davidson og var með 25,3 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×