Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2025 21:30 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18
Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent