Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 13:02 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað í morgun. Aðsend/Inga Dóra Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08
Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30