Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. mars 2025 12:14 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri mættu í morgun fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að fara yfir skýrslur peningastefnunefndar Seðlabankans á síðasta ári þar sem þeir voru spurðir um möguleg áhrif boðaðra tollastríða. Ásgeir sagði áhrifin geta reynst töluverð og líkti þeim við það sem sást í Covid þegar framleiðslukeðjur rofnuðu. „Við gætum verið að sjá verð á vörum hækka á alþjóðamarkaði. Það gæti alveg haft áhrif hér. Verð á bílum hækkaði, Ísland flytur inn allar varanlegar neysluvörur eins og bíla og þvottavélar og þetta gæti allt saman hækkað.“ Tollastríð geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu og þar á meðal á Íslandi. Eftirspurn eftir vörum dragist saman auk þess sem það sem keypt sé frá útlöndum verði dýrara. Þetta geti haft áhrif á verðbólgu. „Það sem ég heyri úti, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er að seðlabankar þar eru farnir að óttast að þeir muni ekki geta lækkað meira og í Bandaríkjunum eru menn meira segja farnir að velta því fyrir sér að seðlabankinn þurfi að hækka vexti.“ Áhyggjur af ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Íslandi sé auk þess rekin áfram á bandarískum ferðamönnum að miklu leyti. „Ef það fer að verða mjög mikill óstöðugleiki í Bandaríkjunum og jafnvel kreppa að þá mun það koma fram í færri heimsóknum til okkar, og ég held að það séu þau áhrif sem við þurfum kannski helst að hafa áhyggjur af.“ Íslendingar geti reynst í erfiðri stöðu færist heimurinn að einhverju leyti úr bandalögum í tvíhliða samninga. „Öll ríki eru stór og munu beita afli gegn okkur. Fara að heimta eitthvað í staðinn, fiskveiðiheimildir, einhver réttindi eða eitthvað annað. Svo er það líka að við flytjum vörur út til ákveðinna landa og kaupum vörur frá öðrum löndum. Þannig um leið og við förum að leggjast í tvíhliða samninga og tollasamninga erum við komin aftur í kreppuna miklu þar sem við þurftum að afnema vínbann á Íslandi og kaupa Spánarvín til að geta selt saltfisk til Spánar,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn vinnur nú að greiningu á mögulegum efnahagslegum áhrifum tollastríðs á íslenskan þjóðarbúskap. Skattar og tollar Bandaríkin Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál Ferðaþjónusta Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri mættu í morgun fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að fara yfir skýrslur peningastefnunefndar Seðlabankans á síðasta ári þar sem þeir voru spurðir um möguleg áhrif boðaðra tollastríða. Ásgeir sagði áhrifin geta reynst töluverð og líkti þeim við það sem sást í Covid þegar framleiðslukeðjur rofnuðu. „Við gætum verið að sjá verð á vörum hækka á alþjóðamarkaði. Það gæti alveg haft áhrif hér. Verð á bílum hækkaði, Ísland flytur inn allar varanlegar neysluvörur eins og bíla og þvottavélar og þetta gæti allt saman hækkað.“ Tollastríð geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu og þar á meðal á Íslandi. Eftirspurn eftir vörum dragist saman auk þess sem það sem keypt sé frá útlöndum verði dýrara. Þetta geti haft áhrif á verðbólgu. „Það sem ég heyri úti, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er að seðlabankar þar eru farnir að óttast að þeir muni ekki geta lækkað meira og í Bandaríkjunum eru menn meira segja farnir að velta því fyrir sér að seðlabankinn þurfi að hækka vexti.“ Áhyggjur af ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Íslandi sé auk þess rekin áfram á bandarískum ferðamönnum að miklu leyti. „Ef það fer að verða mjög mikill óstöðugleiki í Bandaríkjunum og jafnvel kreppa að þá mun það koma fram í færri heimsóknum til okkar, og ég held að það séu þau áhrif sem við þurfum kannski helst að hafa áhyggjur af.“ Íslendingar geti reynst í erfiðri stöðu færist heimurinn að einhverju leyti úr bandalögum í tvíhliða samninga. „Öll ríki eru stór og munu beita afli gegn okkur. Fara að heimta eitthvað í staðinn, fiskveiðiheimildir, einhver réttindi eða eitthvað annað. Svo er það líka að við flytjum vörur út til ákveðinna landa og kaupum vörur frá öðrum löndum. Þannig um leið og við förum að leggjast í tvíhliða samninga og tollasamninga erum við komin aftur í kreppuna miklu þar sem við þurftum að afnema vínbann á Íslandi og kaupa Spánarvín til að geta selt saltfisk til Spánar,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn vinnur nú að greiningu á mögulegum efnahagslegum áhrifum tollastríðs á íslenskan þjóðarbúskap.
Skattar og tollar Bandaríkin Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál Ferðaþjónusta Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira