Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar 11. mars 2025 13:15 Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun