Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Jón Ísak Ragnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. mars 2025 17:41 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu. Vísir/Sigurjón Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Lögreglumál Ölfus Kópavogur Reykjavík Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent