Íslenski boltinn

Þór/KA konur á­fram í undan­úr­slit eftir sigur í Ár­bænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Árnadóttir skoraði tvö mörk í Árbænum í kvöld.
Margrét Árnadóttir skoraði tvö mörk í Árbænum í kvöld. Vísir/Diego

Þór/KA fór í góða ferð suður í kvöld og fagnaði flottum sigri á Fylkiskonum í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Norðankomur unnu 5-0 sigur á Fylki á Würth vellinum eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik.

Margrét Árnadóttir skoraði tvívegis í kvöld en hin mörkin skoruðu þær Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Sandra María Jessen og Eva S. Dolina-Sokolowska. Seinna mark Margrétar kom úr víti í uppbótatíma leiksins.

Með sigrinum þá komst Þór/KA liðið í efsta sæti riðilsins og tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Þór/KA er með tólf stig, tveimur stigum meira en Þróttur og þremur stigum meira en Val en þessi tvö lið mætast innbyrðis í lokaumferð riðilsins. Þau geta því ekki bæði náð Þór/KA en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit.

Þór/KA skoraði tvö fyrstu mörkin strax á fyrstu sextán mínútum leiksins og þriðja markið kom síðan eftir 66 mínútna leik. Fjórða markið kom síðan níu mínútum fyrir leikslok og það fimmta í uppbótatíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×