Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 21:16 Stálvirkin beggja vegna Sæbrautar verða fyrst reist og svo brúin sett ofan á að næturlagi. Opna á brúna um miðjan maí fyrir gangandi og hjólandi. Betri samgöngur Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33