Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 22:11 Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningu um ofnotkun svefnlyfja var ýtt úr vör, og ræddi þar ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum. Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum.
Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32