Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar 12. mars 2025 11:02 Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun