VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar 12. mars 2025 10:47 Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið. Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi. Flestir stjórnarmenn reyna að vinna að heilindum í þeim málum sem því er falið að gegna, það er erfitt þegar sakir eru bornar upp á fólk sem standast enga skoðun. Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga. Það er algjörlega ljóst að ef Halla nær kjöri sem formaður VR að okkar flotta félag fer þá endanlega í vaskinn og allt það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár eru unnin fyrir gýg. Ég virkilega vona að fólk kjósi rétt og að það kjósi ekki yfir sig þá óeiningu sem Halla Gunnarsdóttir stendur fyrir. Nú í lok kosningabaráttunnar notar hún úthringiverið sitt til þess að rægja meðframbjóðanda sinn Bjarna Þór Sigurðsson. Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR. Höfundur er stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið. Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi. Flestir stjórnarmenn reyna að vinna að heilindum í þeim málum sem því er falið að gegna, það er erfitt þegar sakir eru bornar upp á fólk sem standast enga skoðun. Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga. Það er algjörlega ljóst að ef Halla nær kjöri sem formaður VR að okkar flotta félag fer þá endanlega í vaskinn og allt það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár eru unnin fyrir gýg. Ég virkilega vona að fólk kjósi rétt og að það kjósi ekki yfir sig þá óeiningu sem Halla Gunnarsdóttir stendur fyrir. Nú í lok kosningabaráttunnar notar hún úthringiverið sitt til þess að rægja meðframbjóðanda sinn Bjarna Þór Sigurðsson. Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR. Höfundur er stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun