Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 10:52 Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, ásamt tvíburasystrunum Rökkvu Módísi og Ronju Mardísi Þorgrímsdætrum sem færðu forsetahjónunum blómvönd við komuna til Hornafjarðar. Aðsend Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun. Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Hornafjörður sé öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls. „Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga. Forsetahjónin með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.Aðsend Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið Skinney – Þinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst fá þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust. Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er að endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Að lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið að koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón fá kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið að Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið að Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði. Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónum að Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin að Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun. Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Hornafjörður sé öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls. „Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga. Forsetahjónin með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.Aðsend Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið Skinney – Þinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst fá þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust. Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er að endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Að lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið að koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón fá kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið að Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið að Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði. Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónum að Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin að Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira