Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 14:42 Haukur Þrastarson með Uwe Gensheimer, yfirmanni íþróttamála hjá Rhein Neckar Löwen. Facebook/@rnloewen Þýska félagið Rhein-Neckar Löwen hefur nú greint opinberlega frá því að félagið hafi samið við hinn 23 ára gamla Hauk Þrastarson um að koma til félagsins í sumar. Legið hefur í loftinu að Haukur færi frá Dinamo Búkarest til Löwen og ljóst að hann uppfyllir þar með ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar sem eftir HM sagðist telja að Haukur þyrfti að komast að í sterkari deild. Nú er hann á leiðinni í öflugt lið í sterkustu landsdeild heims. Athygli vekur að Löwen skuli greina frá komu Hauks í dag, rétt fyrir landsleik Íslands og Grikklands sem hefst klukkan 17 í Grikklandi. Í tilkynningu félagsins segir Uwe Gensheimer, fyrrverandi hornamaður Löwen og þýska landsliðsins en nú íþróttastjóri félagsins: „Haukur er með himinháa handbolta-greindarvísitölu, vinnur afar vel með línumanninum og getur stýrt sóknarleiknum afar vel. Því miður hafa meiðsli hægt á honum í gegnum tíðina. Ég held að Löwen sé hárrétt skref fyrir hann til að ná fram sínu allra besta.“ Sjálfur er Selfyssingurinn afar spenntur fyrir vistaskiptunum: „Í viðræðum mínum við stjórnendur Löwen kom fljótt í ljós hve mikið þeir vildu fá mig og hve stórt hlutverk mér væri ætlað. Ég hlakka mikið til að spila við bestu lið og leikmenn heims í þýsku deildinni og ég er viss um að þessi áskorun mun móta mig enn frekar sem handboltamann og karakter,“ sagði Haukur. Þýski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Legið hefur í loftinu að Haukur færi frá Dinamo Búkarest til Löwen og ljóst að hann uppfyllir þar með ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar sem eftir HM sagðist telja að Haukur þyrfti að komast að í sterkari deild. Nú er hann á leiðinni í öflugt lið í sterkustu landsdeild heims. Athygli vekur að Löwen skuli greina frá komu Hauks í dag, rétt fyrir landsleik Íslands og Grikklands sem hefst klukkan 17 í Grikklandi. Í tilkynningu félagsins segir Uwe Gensheimer, fyrrverandi hornamaður Löwen og þýska landsliðsins en nú íþróttastjóri félagsins: „Haukur er með himinháa handbolta-greindarvísitölu, vinnur afar vel með línumanninum og getur stýrt sóknarleiknum afar vel. Því miður hafa meiðsli hægt á honum í gegnum tíðina. Ég held að Löwen sé hárrétt skref fyrir hann til að ná fram sínu allra besta.“ Sjálfur er Selfyssingurinn afar spenntur fyrir vistaskiptunum: „Í viðræðum mínum við stjórnendur Löwen kom fljótt í ljós hve mikið þeir vildu fá mig og hve stórt hlutverk mér væri ætlað. Ég hlakka mikið til að spila við bestu lið og leikmenn heims í þýsku deildinni og ég er viss um að þessi áskorun mun móta mig enn frekar sem handboltamann og karakter,“ sagði Haukur.
Þýski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni