Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. mars 2025 00:04 Óalgengt er að Rússlandsforseti klæðist herklæðum í opinberum heimsóknum sínum. Hann er sagður hafa heimsótt stjórnstöð í Kúrsk í kvöld. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42