Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 07:33 Kosningu í VR lýkur á hádegi! Kæru félagar, Tíminn líður hratt – nú er síðasti séns til að hafa áhrif! Kosningu í formanns- og stjórnarkosningum VR lýkur á hádegi í dag, og ég hvet ykkur eindregið til að nýta kosningaréttinn. Þátttaka okkar í þessum kosningum skiptir sköpum fyrir framtíð félagsins og þau kjör sem við viljum tryggja fyrir félagsfólk Það er ljóst að VR er ekki bara stéttarfélag – það er samfélag fólks með skýra sýn og sterka framtíðarsýn. Með þann mannauð sem VR býr yfir er framtíðin björt! Við stöndum saman sem félag og snúum bökum saman til að tryggja sanngjörn laun, betri vinnuaðstæður og öfluga hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn. Ég gef kost á mér sem formaður VR af þeirri ástæðu að ég vil sjá félagið vinna enn betur að hagsmunum félagsmanna. Við eigum að krefjast sanngjarnra launa, betri vinnuaðstæðna og sterkara félags sem stendur þétt með félagsfólki í baráttunni fyrir réttindum þess. Framtíð vinnumarkaðarins er að breytast hratt, og við verðum að bregðast við. Ég vil berjast gegn aldursfordómum, tryggja félagsmönnum öryggi í þeirri hröðu þróun sem fylgir gervigreind, efla sí- og endurmenntun svo fólk geti aðlagað sig breyttum aðstæðum og stuðla að réttlátari húsnæðismarkaði þar sem félagsmenn geta eignast eða leigt á sanngjörnum kjörum. VR þarf að vera öflugt afl í kjarabaráttunni, sem talar skýrt og af festu fyrir félagsfólk – ekki bara í orði, heldur líka á borði. Ég vil tryggja að rödd félagsmanna fái meira vægi, að ákvarðanir séu teknar með hagsmuni okkar í fyrirrúmi og að við nýtum styrk okkar sem stærsta stéttarfélag landsins til að ná raunverulegum árangri. Nú er tækifærið til að hafa áhrif! Það tekur aðeins örfáar mínútur að kjósa, en það getur skipt sköpum fyrir framtíð félagsins. Smelltu hértil að kjósa fyrir hádegi í dag, þitt atkvæði skiptir máli! Höfundur er formannsframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningu í VR lýkur á hádegi! Kæru félagar, Tíminn líður hratt – nú er síðasti séns til að hafa áhrif! Kosningu í formanns- og stjórnarkosningum VR lýkur á hádegi í dag, og ég hvet ykkur eindregið til að nýta kosningaréttinn. Þátttaka okkar í þessum kosningum skiptir sköpum fyrir framtíð félagsins og þau kjör sem við viljum tryggja fyrir félagsfólk Það er ljóst að VR er ekki bara stéttarfélag – það er samfélag fólks með skýra sýn og sterka framtíðarsýn. Með þann mannauð sem VR býr yfir er framtíðin björt! Við stöndum saman sem félag og snúum bökum saman til að tryggja sanngjörn laun, betri vinnuaðstæður og öfluga hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn. Ég gef kost á mér sem formaður VR af þeirri ástæðu að ég vil sjá félagið vinna enn betur að hagsmunum félagsmanna. Við eigum að krefjast sanngjarnra launa, betri vinnuaðstæðna og sterkara félags sem stendur þétt með félagsfólki í baráttunni fyrir réttindum þess. Framtíð vinnumarkaðarins er að breytast hratt, og við verðum að bregðast við. Ég vil berjast gegn aldursfordómum, tryggja félagsmönnum öryggi í þeirri hröðu þróun sem fylgir gervigreind, efla sí- og endurmenntun svo fólk geti aðlagað sig breyttum aðstæðum og stuðla að réttlátari húsnæðismarkaði þar sem félagsmenn geta eignast eða leigt á sanngjörnum kjörum. VR þarf að vera öflugt afl í kjarabaráttunni, sem talar skýrt og af festu fyrir félagsfólk – ekki bara í orði, heldur líka á borði. Ég vil tryggja að rödd félagsmanna fái meira vægi, að ákvarðanir séu teknar með hagsmuni okkar í fyrirrúmi og að við nýtum styrk okkar sem stærsta stéttarfélag landsins til að ná raunverulegum árangri. Nú er tækifærið til að hafa áhrif! Það tekur aðeins örfáar mínútur að kjósa, en það getur skipt sköpum fyrir framtíð félagsins. Smelltu hértil að kjósa fyrir hádegi í dag, þitt atkvæði skiptir máli! Höfundur er formannsframbjóðandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar