Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 10:35 Það er á forgangslista stjórnvalda vestanhafs að koma jarðefnaeldsneytisframleiðslu aftur í fullan gang, þvert á það sem unnið hefur verið að síðustu ár. Getty/Universal Images/Jim West Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum. Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum.
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira