Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 09:04 Diego Maradona er elskaður og dáður í heimalandinu sem og í Napoli á Ítalíu. afp/Luis ROBAYO Diego Maradona virðist hafa búið við hræðilegar aðstæður síðustu dagana sem hann lifði. Þetta hefur komið fram í réttarhöldunum yfir læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hann síðustu ævidaga hans. Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm. Fótbolti Argentína Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.
Fótbolti Argentína Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira