Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 09:04 Diego Maradona er elskaður og dáður í heimalandinu sem og í Napoli á Ítalíu. afp/Luis ROBAYO Diego Maradona virðist hafa búið við hræðilegar aðstæður síðustu dagana sem hann lifði. Þetta hefur komið fram í réttarhöldunum yfir læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hann síðustu ævidaga hans. Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm. Fótbolti Argentína Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.
Fótbolti Argentína Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira