Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 09:37 Egill kom Rikka heldur betur á óvart í stúdíói FM957 í morgun. Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu. Egill kom húfu fyrir á haus Rikka, þannig að hann sæi alveg örugglega ekki hvað átti sér stað í stúdíóinu. Þá var næst að skrúfa niður í Shawn Mendes, biðja hann afsökunar og bjóða Rikka að taka af sér húfu og heyrnartól. Rikka krossbrá líkt og myndbandið hér fyrir neðan sýnir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) „Ég veit ekki hvað ég á að segja hérna“ Rikki var heldur betur meyr að flutningi loknum en karlakórinn klappaði að sjálfsögðu fyrir okkar manni. „Hvern djöfullinn ertu að gera mér?!“ spurði hann Egil á léttum nótum eftir að hafa blásið á afmæliskertin. „Drengir, ég veit ekki hvað ég á að segja hérna. Heyrðu, ég er bara að fara að grenja. Þetta er of mikið. En kærar þakkir fyrir mig, shit, hvenær eru næstu tónleikar hjá ykkur?!“ spurði Rikki áður en hann fékk góðfúslegt leyfi til þess að setja á lag. Í klippunni hér fyrir ofan má því næst sjá hvernig Egill útskýrir skipulagninguna. Hann hafi heyrt í karlakórnum og ekki endilega átt von á því að jafn margir myndu hafa tök á að mæta líkt og varð raunin. „Þetta var of mikið Egill!“ segir Rikki á meðan hann þurrkar tárin úr augunum. Hann segist svo þakklátur fyrir að vera elskaður. „Nú þarf ég að fara að hugsa hvernig í fjandanum ég toppa þetta!“ segir Rikki og Egill bendir honum á að hann hafi tíu ár. Brennslan FM957 Tímamót Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Egill kom húfu fyrir á haus Rikka, þannig að hann sæi alveg örugglega ekki hvað átti sér stað í stúdíóinu. Þá var næst að skrúfa niður í Shawn Mendes, biðja hann afsökunar og bjóða Rikka að taka af sér húfu og heyrnartól. Rikka krossbrá líkt og myndbandið hér fyrir neðan sýnir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) „Ég veit ekki hvað ég á að segja hérna“ Rikki var heldur betur meyr að flutningi loknum en karlakórinn klappaði að sjálfsögðu fyrir okkar manni. „Hvern djöfullinn ertu að gera mér?!“ spurði hann Egil á léttum nótum eftir að hafa blásið á afmæliskertin. „Drengir, ég veit ekki hvað ég á að segja hérna. Heyrðu, ég er bara að fara að grenja. Þetta er of mikið. En kærar þakkir fyrir mig, shit, hvenær eru næstu tónleikar hjá ykkur?!“ spurði Rikki áður en hann fékk góðfúslegt leyfi til þess að setja á lag. Í klippunni hér fyrir ofan má því næst sjá hvernig Egill útskýrir skipulagninguna. Hann hafi heyrt í karlakórnum og ekki endilega átt von á því að jafn margir myndu hafa tök á að mæta líkt og varð raunin. „Þetta var of mikið Egill!“ segir Rikki á meðan hann þurrkar tárin úr augunum. Hann segist svo þakklátur fyrir að vera elskaður. „Nú þarf ég að fara að hugsa hvernig í fjandanum ég toppa þetta!“ segir Rikki og Egill bendir honum á að hann hafi tíu ár.
Brennslan FM957 Tímamót Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira