Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 15:00 Eiríkur Valberg vildi ekki tjá sig um mögulega ferð íslenskra lögreglumanna á fund írskra kollega sinna þegar eftir því var leitað. Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“ Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent