Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 15:39 Að minnsta kosti þrír eru sagðir hafa særst í árásinni. AP/Omar Sanadiki Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. Ziad al-Nakhale, leiðtogi PIJ, er sagður hafa átt húsið en meðlimur samtakanna sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að al-Nakhale hefði ekki búið í húsinu um árabil. Hann sagði húsið hafa verið tómt Viðbragðsaðilar segja þrjá hafa særst í árásinni. Herinn birti myndband af árásinni í dag og því fylgja skilaboð um að ísraelski herinn muni ekki leyfa hryðjuverkasamtökum að festa rætur í Sýrlandi en Ísraelar hafa gert fjölmargar loftárásir í Sýrlandi í gegnum árin. ⭕️The IAF conducted an intelligence-based strike on a terrorist command center belonging to the Palestinian Islamic Jihad terror organization in Damascus. The command center was used to plan and direct terrorist activities by the Palestinian Islamic Jihad against the State of… pic.twitter.com/KLDq7ZYk1A— Israel Defense Forces (@IDF) March 13, 2025 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, staðfesti árásina í dag og sagði hann að markmiðið væri að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í Ísrael. Samkvæmt Times of Israel beindi Katz einnig orðum sínum til Ahmed al-Sharaa, forseta Sýrlands, og sagði að hann gæti búist við ísraelskum flugvélum yfir Sýrlandi, alls staðar þar sem hryðjuverkastarfsemi væri að finna. „Íslömsk hryðjuverkastarfsemi mun ekki vera ónæm í Damaskus, né nokkursstaðar annars staðar,“ sagði Katz. Ísrael Sýrland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Ziad al-Nakhale, leiðtogi PIJ, er sagður hafa átt húsið en meðlimur samtakanna sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að al-Nakhale hefði ekki búið í húsinu um árabil. Hann sagði húsið hafa verið tómt Viðbragðsaðilar segja þrjá hafa særst í árásinni. Herinn birti myndband af árásinni í dag og því fylgja skilaboð um að ísraelski herinn muni ekki leyfa hryðjuverkasamtökum að festa rætur í Sýrlandi en Ísraelar hafa gert fjölmargar loftárásir í Sýrlandi í gegnum árin. ⭕️The IAF conducted an intelligence-based strike on a terrorist command center belonging to the Palestinian Islamic Jihad terror organization in Damascus. The command center was used to plan and direct terrorist activities by the Palestinian Islamic Jihad against the State of… pic.twitter.com/KLDq7ZYk1A— Israel Defense Forces (@IDF) March 13, 2025 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, staðfesti árásina í dag og sagði hann að markmiðið væri að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í Ísrael. Samkvæmt Times of Israel beindi Katz einnig orðum sínum til Ahmed al-Sharaa, forseta Sýrlands, og sagði að hann gæti búist við ísraelskum flugvélum yfir Sýrlandi, alls staðar þar sem hryðjuverkastarfsemi væri að finna. „Íslömsk hryðjuverkastarfsemi mun ekki vera ónæm í Damaskus, né nokkursstaðar annars staðar,“ sagði Katz.
Ísrael Sýrland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira