Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar 14. mars 2025 09:32 Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun