Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Víkingar komust í umspil um sæti í 16-liða úslitum Sambandsdeildar Evrópu og féllu naumlega úr keppni eftir tap gegn Panathinaikos. Getty/Milos Bicanski Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar. Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar. Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar.
Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026.
Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira