Stjórnvöld vestanhafs, undir forystu Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa eins og kunnugt er stofnað til viðskiptastríðs við Kanada, Mexíko, Kína og Evrópusambandið með háum tollum.
Tesla er stjórnað af Elon Musk, hægri hönd Trump um þessar mundir, en erindið er óundirritað.
Þar segir að viðskiptadeilur hafi áður skilað sér í auknum tollum á bandarískar rafbifreiðar, af hálfu ríkja sem hafi orðið fyrir barðinu á aðgerðum Bandaríkjamanna.
Verð á hlutabréfum í Tesla hefur þegar fallið um ríflega þriðjung eftir að Trump tók við völdum en svo virðist vera að neytendur séu að fá nóg af uppátækjum Musk, sem hefur meðal annars beitt sér fyrir fjöldauppsögnum opinberra starfsmanna, haft afskipti af innanríkismálum annarra ríkja og farið ófögrum orðum um erlenda ráðamenn.
Tesla hvetur stjórnvöld til að fara varlega í tollaaðgerðum sínum og gefa fyrirtækjum andrými til að grípa til ráðstafana.