Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 12:36 Mótmælin í Dhaka fóru friðsamlega fram en í Magura kveiktu mótmælendur í húsinu þar sem nauðgunin átti sér stað. AP/Mahmud Hossin Opu Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir. Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir.
Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira