Þessu greinir parið frá á samfélagsmiðlum. Þau greindu frá væntanlegum syni sínum í október síðastliðnum. Fyrir áttu þau stúlkuna Sölku sem fæddist í mars árið 2022.
Arnar Pétursson er einn þekktasti hlaupari landsins. Hann hefur um árabil ausið úr viskubrunni sínum til fólks um allt er varðar hlaup. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, hlaupaþjálfari og rithöfundur.
Þau Sara eru augljóslega í skýjunum með þann litla. „Loksins kominn til okkar,“ skrifa þau á samfélagsmiðla þar sem þau deila mynd af þeim litla. Þá láta þau dagsetninguna 10. mars fylgja og ljóst að sá litli kom í heiminn síðastliðinn mánudag.