Sport

„Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Callum Lawson var drjúgur fyrir Keflavík í kvöld gegn Stjörnunni.
Callum Lawson var drjúgur fyrir Keflavík í kvöld gegn Stjörnunni. Keflavík karfa

Callum Lawson var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld þegar Keflavík héldu voninni lifandi um úrslitakeppni með 107-98 sigri á sterku liði Stjörnunnar í kvöld.

„Það var mjög góður stuðningur hérna í kvöld og þegar við erum að spila svona vel og smita út frá okkur þá verðum við bara að taka þetta eitt skref í einu og sjá hvað við getum gert,“ sagði Callum Lawson leikmaður Keflavíkur í kvöld eftir sigurinn.

Sigurinn í kvöld var gríðarlega mikilvægur fyrir Keflavík og heldur vonum þeirra á úrslitakeppni á lífi.

„,Það má segja að þetta hafi verið „must win“ en við vorum með bakið upp við vegg og við urðum að vinna. Þegar við mætum með rétta orku, rétt hugarfar og viðhorf þá gerast sérstakir hlutir en við tökum þetta bara skref fyrir skref“

Keflavík fékk gríðarlega góðan stuðning í kvöld sem vafalaust smitaði út frá sér í kvöld og verður bara mikilvægari eftir því sem nær dregur úrslitakeppni.

„Áhorfendurnir voru frábærir í kvöld, ég man þegar ég kom fyrst hingað hversu mikinn stuðning maður fékk og í hvert sinn sem ég hef spilað hérna þá hefur stuðningurinn verið frábær og það hélt áfram í kvöld. Það gaf okkur mikið, “ sagði Callum Lawson og hélt svo áfram.

„Allir leikir núna verða stórir leikir og stuðningurinn mun hjálpa og koma okkur langt. Þetta verður núna okkar verkefni að standa okkur næstu vikur með þennan stuðning“

Callum Lawson var á því að sigurinn í kvöld gæti verið vendipunktur fyrir tímabilið hjá Keflavík.

„,Já auðvitað. Þegar við eigum leiki eins og þennan þá sýnir það bara hvað við getum. Sýnir að við getum unnið leik eins og þennan gegn sterku liði. Við verðum að finna leiðir til að bæta okkur og halda áfram að leggja inn vinnuna og það mun skila okkur lengra“

Keflavík eru nú á leið inn í bikarviku þar sem þeir mæta Val í undanúrslitum í von um að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra.

„Við verðum að undirbúa okkur vel. Við mætum Val sem er annað sterkt lið en við höfum sýnt að við getum vel unnið góð lið og við verðum að taka skref fram á við,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×